Kolbrún Kristínardóttir barnasjúkraþjálfari leiðir fjölskyldugöngu sumarsins. Gengið verður frá bílastæðinu við Straum, gegnum hraunið í átt að Óttarsstöðum og til baka meðfram fjörunni. Leiðin er þægileg og auðgeng um fjölbreytta náttúru. Gangan býður upp á allskonar skemmtilegar upplifanir þar sem gömul kúarétt, eyðibýli og húsarústir gefa leiðinni ævintýralegan blæ.
Tanja Dís Magnúsdóttir TDM