Fróðleg og skemmtileg gróðurganga með leiðsögn á ensku, ásamt íslenskum leiðsögumanni. Mervi Orvokki Luoma (MSc umhverfis- og auðlindafræði) leiðir Hafnfirðinga í léttan göngutúr sem snýr að öllu því ætilega sem finna má í nærumhverfinu. Í göngunni er sjónum aðallega beint að tveimur ætum plöntum; kúasteinselju (skógarkerfli) og spánarkerfli sem eru algengar á höfuðborgarsvæðinu og auðvelt að þekkja. Við lærum líka um nokkrar aðrar algengar framandi og innfæddar plöntur sem við rekumst á í göngunni og ræðum hvaða plöntur eru best notaðar sem te og hverjar henta til matreiðslu
Tanja Dís Magnúsdóttir TDM