Listamaðurinn og tölvuleikjahönnuðurinn Sölvi Snær Einarsson starfar á vegum skapandi sumarstarfa í Hafnarfirði, við gerð tölvuleiks sem ber heitið Ferðalag um Hafnarfjörð. Leikurinn fjallar um gaflarann Jónas sem ferðast um Hafnarfjörð og lærir um ýmis kennileiti og áhugaverðar staðreyndir úr sögu fjarðarins.
Tanja Dís Magnúsdóttir TDM